Erlent

Tala látinna í Bangladesh hækkar

Fjölmargir hafa látið lífið af völdum fellibylsins.
Fjölmargir hafa látið lífið af völdum fellibylsins. MYND/AFP

Að minnsta kosti 587 manns hafa látið lífið vegna fellibylsins Sidr sem skall á suðurhluta Bangladesh í gær. Talið er að mörg hundruð manns hafi slasast og fjölmargra er enn saknað.

Björgunarsveitir vinna nú að því að koma fólki til hjálpar en bylurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Talsmenn Rauða hálfmanans segja að í það minnsta þrjú þorp við ströndina séu einfaldlega horfin eftir að bylurinn gekk yfir. Þá er tuga fiskimanna saknað sem létu stormviðvaranir sem vind um eyru þjóta og snéru ekki í land í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×