Erlent

Vill banna Jafnaðarmannaflokk Kúrda

Kúrdar mótmæla í Tyrklandi.
Kúrdar mótmæla í Tyrklandi. MYND/AFP

Ríkissaksóknari Tyrklands hefur höfðað mál á hendur Jafnaðarmannaflokki Kúrda, DTP, og vill að flokkurinn verði bannaður. Flokkurinn hefur nú 20 þingmenn á tyrkneska þinginu en leiðtogar hans hafa neitað öllum tengslum við hinn herskáa Verkamannaflokk Kúrda, PKK.

Að mati ríkissaksóknarans stríðir stefna Jafnaðarmannaflokks Kúrda gegn einingu landsins og telst því ógna þjóðaröryggi. Flokkurinn hefur meðal annars barist fyrir auknu sjálfræði Kúrdahéraðanna í suðausturhluta Tyrklands.

Málið verður þingfest fyrir stjórnsýsludómstól í Tyrklandi á mánudaginn og getur flokkurinn ekki boðið fram í kosningum á meðan á réttarhöldunum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×