Erlent

Hættir við kosningaeftirlit í Rússlandi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Allt stefnir nú í að þingkosningarnar fari nú fram án þess að alþjóðlegt eftirliti verði  með þeim.
Allt stefnir nú í að þingkosningarnar fari nú fram án þess að alþjóðlegt eftirliti verði með þeim. MYND/AFP

Alþjóðakosningaeftirlit OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, mun ekki senda fulltrúa sína til Rússlands til að fylgjast með þingkosningum þar í landi, vegna þess að starfsfólki þess var neitað um vegabréfsáritun. Tafir og hömlur hafa orðið þess valdandi að eftirlitið tók þessa ákvörðunin.

Í síðasta mánuði ásakaði OSCE Moskvu um að standa í vegi fyrir að það fylgdist með kosningunum. Rússar vísa þeirri gagnrýni á bug.

Flokkum sem hallir eru undir Vladimir Putin forseta er spáð sigri í kosningunum sem fara fram 2. desember.

Rússar höfðu sent eftirlitinu bréf í síðasta mánuði þar sem þeir sögðust vilja vera hafðir með í ráðum um áform nefndarinnar. Þeir fóru einnig fram á að fjölda fulltrúa yrði fækkað úr 465 - en það er fjöldinn sem var sendur vegna síðustu þingkosninga í landinu fyrir fjórum árum, - í 70.

Bandaríkjastjórn sagði þá að þeir hefðu áhyggjur af þeim hömlum sem Rússar settu á eftirlitið.

Putin sem lætur af embætti á næsta ári er vinsæll á meðal margra Rússa fyrir efnhags- og utanríkisstefnu sína. Þrátt fyrir það hafa stjórnarandstöðuhópar og mannréttindafrömuðir sakað hann um að endurreisa valdboðsstefnu Sovéttímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×