Erlent

Andlit barnaníðinga gerð eldri

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Peter Weatherley hefur ekki gefið sig fram við yfirvöld.
Peter Weatherley hefur ekki gefið sig fram við yfirvöld. MYND/CEOP
Andlit barnaníðinga sem eru eftirlýstir í Bretlandi hafa verið gerð eldri með hjálp tölvutækni. Þetta er gert til að auðvelda almenningi að átta sig á hvernig hinir eftirlýstu barnaníðingar líta út í dag, því ljósmyndir af þeim geta verið nokkurra ára gamlar. Myndir þriggja barnaníðinga voru birtar á ársafmæli vefsíðu sem miðar að því að finna þá sem misnota börn. Á fyrsta árinu tókst síðunni að hafa uppi á níu misgjörðarmönnum. Meira en sjö milljón manns heimsóttu vefinn daginn sem hann opnaði. Síðan hafa 72 milljónir manns alls staðar úr heiminum heimsótt síðuna.
Hér má sjá hvernig andliti Stephen Clare, 35 ára ljósmyndara hefur verið breytt.
Jim Gamble sem stýrir síðunni www.ceop.gov.uk/wanted segir herferðinni ætlað að aftra því að dæmdir barnaníðingarnir tilkynni sig til ekki yfirvalda, eins og þeim er skylt. “Þökk sé þessu sameiginlega átaki að níu barnaníðingar vita að þeir geta ekki flúið afleiðingar gjörða sinna,” sagði Gamble. Natalie Cronin sem stjórnar góðgerðarsamtökun NSPCC sem aðstoða fórnarlömb barnaníðinga tekur í sama streng. Hún segir þá barnaníðinga sem séu í felum vera mikla ógnun við börn; “Það verður að finna þessa menn til að koma í veg fyrir að þeir ráðist til atlögu að nýju.”



Fleiri fréttir

Sjá meira


×