Erlent

Bhutto laus úr prísund sinni

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan er laus úr stofufangelsi að því er yfirvöld í landinu segja. Bhutto hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt frá því á þriðjudag þegar hún hugðist fara fyrir mótmælagöngu sem hún hafði skipulagt.

Neyðarlög ríkja enn í Pakistan en stjórnvöld segja að nýr forsætisráðherra verði látinn sverja embættiseið í dag en hann fer fyrir bráðabirgðastjórn sem ætlað er að sitja fram að kosningum. Ríkisstjórn landsins var leyst upp á fimmtudaginn var en Musharaf forseti hefur lofað að koma á lýðræði á ný eins fljótt og auðið er.

Lengi var talið að Bhutto og Musharraf hyggðu á einhverskonar samstarf en hún hefur nú þvertekið fyrir slíkar hugyndir og krefst þess að hann víki úr foretaembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×