Erlent

Barnaníðingur fékk vinnu á leikskóla

Frá Berlín.
Frá Berlín. MYND/ES

Mistök hjá starfsmanni þýsks dómstóls urðu til þess að barnaníðingi var gert að taka út samfélagsvinnu á leikskóla. Þar misnotaði maðurinn tvö börn.

Maðurinn var dæmdur í samfélagsvinnu eftir að upp komst að hann hafði verið í svartri vinnu á meðan hann þáði atvinnuleysisbætur. Var honum gert að vinna á leikskóla í 720 klukkustundir.

Starfsmaður dómstólsins tók hins vegar ekki eftir því að maðurinn hafði áður fengið þrjá dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Því var honum leyft að vinna á leikskóla. Brotin hafði maðurinn framið í Austur-Þýskalandi undir lok níunda áratugarins en starfsmaður dómstólsins hafði ekki fyrir því að lesa svo gömul dómsskjöl.

Maðurinn var handtekinn eftir að upp komst að hann hafði berað sig fyrir framan tvö börn á leikskólanum og snert á sér kynfærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×