Erlent

Óvissa um friðargæslu í Darfur

Friðargæsluliði frá Afríkubandalaginu.
Friðargæsluliði frá Afríkubandalaginu.

Friðargæslan í Darfur héraði í Súdan er við það að fara út um þúfur áður en hún hefur hafið störf. Háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir brýna þörf á meiri búnaði og auknum mannafla.

Embættismaðurinn segir nauðsynlegt að búa liðið betur og að mikill skortur sé á þyrlum og flutningabílum. Annað stórt vandamál er það að yfirvöld í Súdan setji miklar hömlur á það hverra þjóða hermennirnir sem taki þátt í gæslunni megi vera.

Tuttugu og sex þúsund manns eru í friðargæsluliðinu sem ætlað er að starfa í Darfúr og er þeim ætlað að koma á friði í þessu stríðshrjáða héraði eftir fjögurra ára átök. Friðargæsluliðarnir eiga að koma til Darfur eftir sex vikur en yfirmaður liðsins segir að töf gæti orðið á því verði ekki bætt úr þeim skorti á tækjum sem hrjái liðið.

Hann segir þörf á að minnsta kosti sex árásarþyrlum, 18 flutningaþyrlum eigi liðinu að takast að halda friðinn á svæðinu. Þá hafa Súdanar gert athugasemdir við að hluti liðsins komi frá ríkjum utan Afríku en það segjast þeir ekki geta sætt sig við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×