Erlent

Bandaríkjaþing samþykkir frumvarp um brotthvarf frá Írak

MYND/AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt nýtt frumvarp þar sem settur er tímarammi fyrir brottflutning bandaríska hersins frá Írak. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um þá upphæð sem eyða má í stríðsreksturinn og er það umtalsvert minni fjárhæð en George Bush forseti hefur krafist.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að síðustu bandarísku hermennirnir hverfi frá Írak fyrir fimmtánda desember 2008. Allar líkur eru á því að Bush forseti beiti neitunavaldi sínu til þess að stöðva málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×