Erlent

Færeyingurinn styður Fogh ekki í innanríkismálum

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur er strax lentur í vandmálum hvað varðar áframhaldandi stjórn hans á landinu. Í ljós kemur að Edmund Joensen, Færeyingurinn sem skapar Fogh eins atkvæðis meirihluta á þingi ætlar ekki að kjósa um dönsk innanríkismál.

Edmund segir í samtali við Ritzau að hann ætli sér ekki að vera sú þúfa sem velti hlassinu í tvísýnunum kosningum um innanríkismálefni á danska þinginu.

Jafnframt segir Edmund að hann hafi þegar rætt um málið við Fogh og gert honum grein fyrir þessari afstöðu sinni. "Dönsk málefni eiga danskir stjórnmálamenn að ákveða," segir Edmund. Og á móti vill hann að danskir þingmenn séu ekki að skipta sér af innri málefnum Færeyja.

Þetta þýðir að öllum líkindum að áhrif Naser Khader og flokks hans Ny Alliance verða meiri en menn töldu eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×