Erlent

Skógarbjörn stal bíl í New Jersey

Ekki fer sögum af því hvernig birninum heilsast eftir sætindin og ökuferðina.
Ekki fer sögum af því hvernig birninum heilsast eftir sætindin og ökuferðina. MYND/Getty Images

Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum segist fullviss um að svartur skógarbjörn hafi stolið smárútu og farið í bíltúr. Dave Dehard lögreglumaður fann rútuna utanvegar við Vernon samkvæmt heimildum Court TV. Farþegarúðan hafði verið brotin og dyrnar skemmdar.

Talsmaður lögreglunnar sagði að rannsókn á þeim mikla fjölda bjarnarhára sem fundust inni í rútunni hefði leitt til þessarar niðurstöðu. Björninn hafi laðast að bílnum vegna sætinda sem þar voru, rekið sig í handbremsuna og runnið af stað einhverja 15 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×