Erlent

Lögmæti kosninga í Pakistan kannað

Búist er við því að hæstiréttur Pakistans felli um það dóm fyrir næstu helgi hvort löglega hafi verið staðið að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Vafi leikur á því hvort Perviz Musharraf hafi mátt bjóða sig fram á meðan hann var einnig yfirmaður hersins.

Musharaff kom á neyðarlögum í landinu í síðustu viku, felldi stjórnarskrá landsins úr gildi og lét reka flesta dómara landsins. Hann hefur réttlætt aðgerðirnar með því að segja að löggjafinn í landinu hafi staðið í vegi fyrir stjórnvöldum í baráttunni við hryðjuverk.

Gagnrýnendur Musharaffs segja hins vegar að með neyðarlögin hafi fyrst og fremst verið sett til þess að koma í veg fyrir að Hæstiréttur gæti úrskurðað um lögmæti kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×