Erlent

Tveir sænskir piltar handteknir fyrir að hóta rektor menntaskóla

Átta manns létust í skotárás í bænum Tuusula í Finnlandi í fyrradag.
Átta manns létust í skotárás í bænum Tuusula í Finnlandi í fyrradag. MYND/AP

Tveir sænskir piltar, 16 og 17 ára, hafa verið handteknir eftir að þeir hótuðu rektor skólans sem þeir sækja, Enskede Gårds menntaskólanum.

Haft er eftir skólastjóranum á sænska fréttavefnum Dagens Nyheter að drengirnir hafi verið undir áhrifum atburðanna í Jokela-menntaskólanum í Finnlandi í fyrradag þar sem menntaskólapiltur gekk berserksgang og myrti átta með skammbyssu. Skólastjórinn vildi hins vegar ekki gefa upp í hverju hótunin hefði falist nákvæmlega en sagði piltana hafa haft mikinn áhuga á vopnum og sömuleiðis atburðunum í Columbine-skólanum í Bandaríkjunum þar sem fjöldi manns var myrtur árið 1999.

Skólastjórinn segist hafa haft samband við lögregluna í gær og handtók hún piltana tvo í morgun vegna gruns um að þeir hafi hvatt til morðs, eins og lögregla orðar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×