Þúsundir Breta flýja undan sjávarflóðbylgju 9. nóvember 2007 06:47 Tugir þúsunda Breta búa sig nú undir eitt versta sjávarflóð í áratugi sem skella mun á austurströnd landsins eftir um tvo tíma. Starfsmenn flóðavarna Hollands eru í viðbragðsstöðu af sömu sökum. Lögregla og slökkvilið gekk hús úr húsi í gærkvöldi og nótt og bað íbúana um að rýma heimili sín og koma sér fyrir í skólum og opinberum stofnunum sem breytt hefur verið í neyðarskýli. Talið er að flóðbylgjan sem stefnir á landið frá Norðursjó í kjölfara storms þar geti orðið allt að þriggja metra há þegar hún skellur á norðausturströnd Englands. Það eru einkum héruðin Norfolk og Kent sem eru í hættu og flóðgáttunum við Thames ánna hefur verið lokað. Mesta hættan er talin vera í bæjunum Great Yarmouth og Lowestoft en þar búa samanlagt yfir tíu þúsund manns. Starfsmenn flóðavarna meðfram allri strönd Hollands eru í viðbragðsstöðu vegna þessarar flóðbylgju og íbúar Danmerkur og Þýskalands hafa verið varaðir við afarslæmu veðri í þeim löndum í dag. Nýjustu fréttir: Lögreglan í Norfolk á Englandi hvetur nú alla 7.500 íbúa bæjarins Great Yarmouth að yfirgefa bæinn en sjávarflóðbylgjan hefur nú náð til bæjarins. Flóðbylgjan er ívið lægri en búist hafði verið við og mælist 2,5 metrar á hæð í stað tæplega 3 metra áður. Stormurinn sem fylgir með flóðbylgjunni náði hámarki sínu nú rétt fyrir fréttatímann. Björgunarsveitir á svæðinu eru í viðbragðsstöðu og breski flugherinn hefur sent fjölda af þyrlum sínum í átt að hættusvæðunum sem eru í Essex, Kent, Lincolnshire auk Norfolk. Hjördís Sturludóttir sem býr nálægt Thames ánni segir að hún og fjölskylda hennar hafi verið beðin að yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi en þau ákveðið að doka við og sjá hverju framvindur þar sem þau búa á annari hæð hússins. Hún segir að lögregla og slökkviliðsmenn séu um allt og að slökkviliðið sé byrjað að dæla vatni frá hýbýlum fólks. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Tugir þúsunda Breta búa sig nú undir eitt versta sjávarflóð í áratugi sem skella mun á austurströnd landsins eftir um tvo tíma. Starfsmenn flóðavarna Hollands eru í viðbragðsstöðu af sömu sökum. Lögregla og slökkvilið gekk hús úr húsi í gærkvöldi og nótt og bað íbúana um að rýma heimili sín og koma sér fyrir í skólum og opinberum stofnunum sem breytt hefur verið í neyðarskýli. Talið er að flóðbylgjan sem stefnir á landið frá Norðursjó í kjölfara storms þar geti orðið allt að þriggja metra há þegar hún skellur á norðausturströnd Englands. Það eru einkum héruðin Norfolk og Kent sem eru í hættu og flóðgáttunum við Thames ánna hefur verið lokað. Mesta hættan er talin vera í bæjunum Great Yarmouth og Lowestoft en þar búa samanlagt yfir tíu þúsund manns. Starfsmenn flóðavarna meðfram allri strönd Hollands eru í viðbragðsstöðu vegna þessarar flóðbylgju og íbúar Danmerkur og Þýskalands hafa verið varaðir við afarslæmu veðri í þeim löndum í dag. Nýjustu fréttir: Lögreglan í Norfolk á Englandi hvetur nú alla 7.500 íbúa bæjarins Great Yarmouth að yfirgefa bæinn en sjávarflóðbylgjan hefur nú náð til bæjarins. Flóðbylgjan er ívið lægri en búist hafði verið við og mælist 2,5 metrar á hæð í stað tæplega 3 metra áður. Stormurinn sem fylgir með flóðbylgjunni náði hámarki sínu nú rétt fyrir fréttatímann. Björgunarsveitir á svæðinu eru í viðbragðsstöðu og breski flugherinn hefur sent fjölda af þyrlum sínum í átt að hættusvæðunum sem eru í Essex, Kent, Lincolnshire auk Norfolk. Hjördís Sturludóttir sem býr nálægt Thames ánni segir að hún og fjölskylda hennar hafi verið beðin að yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi en þau ákveðið að doka við og sjá hverju framvindur þar sem þau búa á annari hæð hússins. Hún segir að lögregla og slökkviliðsmenn séu um allt og að slökkviliðið sé byrjað að dæla vatni frá hýbýlum fólks.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira