Erlent

Dillandi göngulag kvenna villandi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Dillandi göngulag kvenna er líklegt til að vekja athygli karlmanna á konum, en er ekki merki um að þær séu tilbúinar að ala af sér börn. Rannsókn við Queen háskólann í Ontarío í Kanada leiddi þetta í ljós en í henni var meðal annars skoðað magn kynhormóna í munnvatni kvenna.

Niðurstöðurnar voru birtar í New Scientist læknaritinu og leiddu í ljós að konur sem dilluðu sér mest væru tímalega lengst frá egglosi.

Breskur sérfræðingur styður hugmyndina um að konur dylji frjósemistímabil sín til að fæla óviðeigandi félaga frá.

Óvæntar niðurstöður

Konur gefa frá sér fjölda daufra merkja um að þær séu tilbúnar að verða barnshafandi. Meghan Provost, yfirmaður rannsóknarinnar, bjóst við að dillandi mjaðmir væru hluti af þeim.

Hún skoðaði mjaðmir fjölda kvenkyns sjálfboðaliða. Sýndi 40 karlmönnum myndbönd af þeim og bað þá að gefa þeim einkunn fyrir aðdráttarafl. Síðan bar hún niðurstöðurnar saman við hormónaprófið.

Hún segir niðurstöðurnar svo óvæntar að hún hafi endurtekið tilraunina aftur með öðrum hóp karlmanna.

Konurnar sem voru frjósamastar löbbuðu með minni mjaðmahreyfingum og með hnén meira saman. Provost telur niðurstöðurnar stemma við aðrar rannsóknir sem leiða í ljós að konur vilji fela egglos frá öðrum mönnum en ástmönnum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×