Erlent

Neyðarástand í Georgíu

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Lögreglumenn reyna að leysa upp mótmæli stjórnarandstæðinga fyrir framan þinghúsið í Tblisi.
Lögreglumenn reyna að leysa upp mótmæli stjórnarandstæðinga fyrir framan þinghúsið í Tblisi. MYND/AFP

Neyðarástand ríkir nú í Tblisi höfuðborg Georgíu eftir að átök milli lögreglu og stjórnarandstæðinga í mótmælum í gær. Öll mótmæli eru nú bönnuð í landinu og einungis ríkissjónvarpið getur sent út efni.

Mikhail Saakashvili forseti lýsti yfir 15 daga neyðarástandi í kjölfar sex daga mómæla stjórnarandstæðinga. Hann segir rússneska sérsveitarmenn vera á bakvið óeirðirnar.

Forsetinn sem er hallur undir Vesturlönd neitar ásökunum mótmælenda um spillingu og segist ekki afsala sér forsetaembættinu.

Rúmlega 500 manns óskuðu læknisaðstoðar eftir átökin, flestir vegna táragass sem notað var af lögreglu nálægt þinghúsinu í höfuðborginni.

Bandaríkjastjórn hefur hvatt til stillingar og samræðna milli fulltrúa stjórnarandstæðinga og ráðamanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×