Erlent

Khader sakaður um að hafa keypt svarta vinnu

Danska slúðurblaðið Se og Hör hefur aftur birt frétt um að Naser Khader formaður Ny Alliance flokksins hafi keypt svarta vinnu við endurbætur á íbúð sinni. Það er þrítugur iðnaðarmaður frá Vanlöse sem heldur þessu fram.

 

Blaðafulltrúi Khader neitar að tjá sig um málið en bendir á að Khader hafi sagt það sem hann ætli að segja um Henrik Qvortrup ritstjóra Se og Hör. Khader hefur þegar stefnt Qvortrup fyrir siðanefnd dönsku blaðamannasamtakanna fyrir aðra frétt um að Khader hafi borgað starfsmanni undir borðið. Khader segir að hann hafi reikninga fyrir þeirri vinnu.

 

Ny Alliance gæti verið í lykilstöðu eftir dönsku þingkosningarnar um helgina en þeim er spáð 5-7 mönnum í skoðanakönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×