Erlent

Fyrirtækjarekstur gæti komið Rudy í koll

Rudi Giuliani er einn af fáum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum sem sóst hafa eftir forsetaembættinu, á sama tíma og þeir reka einkafyrirtæki. Þetta gæti komið honum í koll í baráttunni við að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins.

Allt frá því að hann hóf baráttu sína fyrir því að verða útnefndur forsetaefni flokks síns hefur Rudi hafnað öllum óskum um að hann greini frá viðskiptavinum sínum og samningum í fyrirtækinu Guliani Partners. Um er að ræða ráðgjafafyrirtæki sem Rudi stofnaði árið 2002.

Í umfjöllun blaðsins The Wal Street Journal er greint frá því að sumir af viðskiptavinum Rudi hafi vafasamt orðspor. Í hópnum má m.a. finna stjórnvöld í arabaríkinu Katar sem gagnrýnt hefur verið fyrir afstöðu sína gagnvart ak-kaída og helsta sjónvarpsstöð landsins Al-Jezera hefur lengi verið þyrnir í augum Bandaríkjamanna.

Annar vafasamur viðskiptavinur Rudi er lyfjafyrirtækið Purfue Phamra en það á í dómsmáli vegna grunsemda um að eitt af lyfjum þess, OxyContin, hafi valdið nokkrum ótímabærum dauðföllum. Allar líkur eru nú á að Rudi muni keppa við Hillary Clintion um forsetaembættið. En það gæti komið honum í koll í þeirri baráttu að hafa ekki losað sig frá Guliani Partners




Fleiri fréttir

Sjá meira


×