Erlent

Hefur hryggbrotið meira en 150 menn

MYND/Getty Images

Serbnesk kona hefur hryggbrotið meira en 150 menn, af því að hún hefur ekki enn fundið draumaprinsinn. Milunka Dabovic er 38 ára. Hún býr hjá móður sinni í bænum Maskova í miðhluta Serbíu. Milunka fékk fyrsta bónorðið þegar hún var 14 ára gömul og síðan þá hafa þau streymt til hennar.

Milunka segir fjölda þeirra sem biðji hennar vera menn sem ekki geti tekið höfnun. „Þeir reyna jafnvel að fá mömmu til að fá mig til að játast þeim," segir hún.

Hún segist vilja giftast myndarlegum hávöxnum manni sem samþykki að búa í þorpinu hennar. Hann verði að vera bæði vinnusamur og góðhjartaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×