Erlent

Myndband á YouTube talið tengt skotárás í Finnlandi

MYND/AP
Tveir hið minnsta eru látnir og einhverjir særðir eftir að 18 ára piltur hóf skotárás í Jokela-skólanum í bænum Tuusula í Suður-Finnlandi. Meðal þeirra sem urðu fyrir skoti var skólastjórinn.

Erlendir miðlar greina frá því að myndband með yfirskriftinni Jokela High School Massacre 11/7/2007 hafi verið sett á myndbandavefinn YouTube nokkrum klukkustundum áður en drengurinn lét til skarar skríða. Á myndbandinu er birt mynd af skólanum og svo birtist maður með byssu í hönd sem hann beinir að myndavélinni. Myndbandið hefur verið fjarlægt af vefnum.

Haft er eftir kennurum við skólann að árásarmaðurinn sé nemandi í skólanum en lögregla hefur nú umkrigt skólann og þar ríkir umsátursástand. Bærinn Tuusula er um 50 kílómetra norður af höfuðborginni Helsinki og þar á bæ hafa bæjaryfirvöld komið á fót áfallamiðstöð í kirkju í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×