Erlent

Fjórðungur lögmanna Pakistan í haldi lögreglu

Átök lögreglu og lögfræðinga í Pakistan halda áfram og er nú svo komið að lögreglan hefur þúsundir þeirra, eða um fjórðung allra lögfræðinga landsins, í haldi.

Fangageymslur eru löngu yfirfullar af lögfræðingum og því hefur lögreglan gripið til þess ráðs að geyma þá í auðum stofum í skólum landsins.

Í gærdag kom enn til átaka milli lögfræðinga og lögreglumanna í borgunum Lahore og Islamabad þar sem lögreglan gekk í skrokk á lögfræðingum með kylfum og táragasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×