Erlent

Ný pláneta fundin sem líkist jörðinni

Stjörnmufræðingar hafa uppgvötvað nýja plánetu sem er í aðeins fjörutíu og eins ljósárs fjarlægð frá jörðunni. Það sem athygli vekur er að sólkerfið sem plánetan tilheyrir, líkist mjög okkar sólkerfi

Pláneta þessi er á braut umhverfis sólina 55 Cancri og er sú fimmta sem finnst á braut um þá sól. Cancri er staðsett í krabbamerkinu. Stjarnfræðingar segja að þessi pláneta hafi alla burði til að þar finnist fljótandi vatn og þar með möguleiki að líf hafi kviknað á henni.

Það sem stjarnfræðingum finnst hinsvegar athyglisverðast er hve sólkerfi þessu svipar til okkar sólkerfis. Cancri er af sama aldri og sömu stærð og sólin og útgeislun hennar er sú sama. Og í þessu sólkerfi er meir að segja að finna gasrisa á stærð við Júpiter.

Á milli gasrisans og fjórðu plánetunnar á braut um Cancri er svo stór eyða sem stjarnfræðingar eru heillaðir af. Þeir telja að ef þar sé sjöttu plánetuna að finna mynd sú að öllum líkindum vera svipuð jörðinni eða Venus.

Ekki er hægt að sjá neinar af þessum plánetum við stjörnukíkjum en stjarnfræðignar reikna út tilvist þeirra með mælingum á örlitum breytingum á hreyfingu sólarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×