Erlent

Serbar fá grænt ljós á aðildaviðræður við ESB

MYND/AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stefnir á að hefja samningaviðræður við Serbíu á næsta ári um aðild að sambandinu. Ýmislegt getur þó enn komið í veg fyrir aðild.

Nú eru rúmlega fimmtán ár síðan ráðamenn í Serbíu kyntu undir stríði á Balkanskaga - fyrstu stríðsátökum í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar - fyrst í Slóveníu, svo Króatíu, Bosníu og Kosovo héraði. Og í dag fengu þeir fyrsta áþreifanlega loforðið um að leiðtogar Evrópu kunni að taka þá í sátt.

Serbar þurfa samt að uppfylla ýmis skilyrði. Þeir þurfa að aðstoða stríðsglæpadómstólinn í Haag við að hafa hendur í hári Radko Mladic og Radovan Karatzidc, leiðtogum Bosníuserba sem eiga yfir höfði sér langa fangelsisvist fyrir framferði sitt í Bosníu.

Þeir þurfa að semja um framtíð Kosovo héraðs, sem er enn formlega hluti af Serbíu þó að 90 prósent íbúanna séu albanir sem vilja sjálfstæði. Ef allt gengur að óskum hefjast samningaviðræður á næsta ári og Serbía getur gengið í Evrópusambandið í kringum árið 2012.

Þá verða um tuttugu ár liðin frá blóðbaðinu í Bosníu. Olli Rehn stækkunarstjóri ESB segir að Króatar komist líklega inn í kringum 2010 - en gaf Tyrkjum og Makedóníumönnum enga sérstaka von um aðild í nánustu framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×