Erlent

Kenýska lögreglan ásökuð um fjöldamorð

Lögreglumaður skipar manni að gefast upp í fátækrahverfinu Mathare í Naíróbí í aðgerð gegn Mungiki klíkunni í sumar.
Lögreglumaður skipar manni að gefast upp í fátækrahverfinu Mathare í Naíróbí í aðgerð gegn Mungiki klíkunni í sumar.

Kenýska lögreglan hefur verið ásökuð um tengingu við morð sem líktust aftökum á næstum 500 manns í Nairobi á síðustu fimm mánuðum. Þarlend mannréttindasamtök settu ásökunina fram eftir rannsókn á hvarfi hundruð manna úr Mungiki klíkunni.

Lögreglan hrinti af stað viðamikilli aðgerð gegn hópnum sem er útlægur glæpahópur í júní eftir röð viðbjóðslegra morða.

Lögreglustjórinn hefur vísað ásökununum á bug.

Hryðjuverkaarmur Mungiki í Naíróbí og miðhluta Kenýa krafðist verndargjalda af stjórnendum almenningssamgangna, viðskiptamanna og íbúa í fátækrahverfum.

Hópurinn var bannaður árið 2002. Meðlimir hans er taldir vera uppreisnarmenn stærsta ættbálks Kenýa, Kikuyu ættbálksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×