Erlent

Sprengja grandar meira en 90 í Afghanistan

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Hamid Karzai fordæmdi sjálfsmorðsárásina í dag.
Hamid Karzai fordæmdi sjálfsmorðsárásina í dag. MYND/AFP

Meira en 90 manns eru látnir eða slasaðir eftir sjálfsmorðssprengingu í norðurhluta Afghanistan í dag. Að minnsta kosti fimm meðlimir afghanska þingsins létust í tilræðinu sem varð í bænum Baghlan. Fleiri þingmenn munu hafa slasast.

Tala látinna er ekki ljós á þessu stigi, en tilræðið er það versta síðan Talibanar misstu völd árið 2001. Ofbeldi hefur breiðst út í landinu þar sem þúsundir herliða berjast við Talibana og liðsmenn þeirra. Hamid Karzai forseti fordæmdi sprengjuárásina harðlega í dag.

Sprengjan sprakk í miðbæ Baghlan á meðan nefnd þingmanna var þar í heimsókn. Á meðal látinna er Mustafa Kazimi, upprennandi stjórnarandstæðingur.

Alix Kroeger fréttamaður BBC í Kabul segir ekki ljóst hversu margir meðlimir nefndarinnar létust þar sem tölur hafi verið á reiki strax eftir árásina. Níutíu lík hafa verið færð á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×