Erlent

Tuttugu handteknir í hryðjuverkamáli á Ítalíu

Mennirnir sem handteknir voru eru sakaðir um að hafa þjálfað menn til sjálfsmorðsárása í Írak.
Mennirnir sem handteknir voru eru sakaðir um að hafa þjálfað menn til sjálfsmorðsárása í Írak. MYND/AP

Ítalska lögreglan handtók í morgun 20 manns, allt útlendinga, sem grunaðir eru um að tilheyra íslömskum hryðjuverkahópum sem skipulögðu sjálfsmorðsárásir í Írak og Afganistan.

Fram kemur á á fréttavef Reuters að lögregla hafi látið til skarar skríða í borgunum Mílanó, Bergamo, Varese og Reggio Emelia á Norður-Ítalíu samkvæmt skipun saksóknara í Mílanó en auk þess voru menn einnig handteknir utan Ítalíu í tengslum við málið.

Við handtökurnar lagði lögreglan hald á eiturefni, sprengiefni og langdrægan kveikibúnað fyrir sprengjur. Mennirnir sem handteknir voru á Ítalíu er einnig grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur og að hafa falsað persónuskilríki ásamt því að skjóta skjólshúsi yfir grunaða hryðjuverkamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×