Erlent

Kynferðisleg misnotkun í skóla Oprah Winfrey

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er miður sín þessa daganna eftir að í ljós kom að ein af forstöðukonum stúlknaskóla hennar í Suður-Afríku hefði misnotað nemendur skólans kynferðislega.

Viðkomandi forstöðukonu hefur verið vikið frá störfum og skólastýran sjálf hefur fengið uppsagnarbréf. Oprah lýsir þessu sem einni af verstu upplifun lífs síns.

Sjálf er Oprah fórnarlamb kynferðislegrar misnotkunnar í æsku og hefur veitt öðrum fórnarlömbum slíks athæfis ráðleggingar og aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×