Erlent

Halastjarna sést vel eftir sprengingu

Halastjarna á braut um jörðu hefur sprungið og sést nú með berum augum á norðurhveli jarðar. Halastjarnan sem hefur nafnið 17P/Holmes er nú bjartari en Júpiter á næturhiminum.

Sprenging stjörnunnar hefur vakið mikla athygli meðal stjörnuáhugamanna víð um heim sem sitja nú uppi á húsþökum sínum að næturþeli og fylgjast með henni. Edwin Holmes fann halastjörnuna árið 1892.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×