Erlent

Ráðist gegn mótmælendum í Pakistan

MYND/Reuters

Lögreglan í Pakistan réðist á hópa lögfræðinga með kylfum og spörkum í gærdag þar sem þeir stóðu að mótmælaaðgerðum gegn Musharraf forseta.

Atvikin áttu sér stað fyrir utan dómshúsið í Karachi og fleiri borgum en lögfræðingarnir voru að mótmæla neyðarástandi því sem Musharraf lýsti yfir á laugardag. Að sögn eins sjónarvotts voru um 50 lögfræðingar fluttir í burtu af lögreglunni frá dómshúinu í Karachi og í Rawalapindi voru tveir tugir þeirra barðir niður án miskunnar eins og annar sjónarvottur orðar það.

Orðrómur var um það í morgun að undirmenn Musharrafs forseta hefðu sett hann í stofufangelsi vegna ákvörðunar hans að lýsa yfir neyðarástandi. Í samtali við Reuters-fréttastofuna í morgun sagði forsetinn þær sögur hins vegar hlægilegar. Musharraf fundaði í morgun með yfir 80 erlendum erindrekum þar sem hann útskýrði þá ákvörðun sína að lýsa yfir neyðarástandi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×