Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2007 18:48 Eyjólfur Sverrisson og Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í Liechtenstein í síðustu viku. Mynd/Peter Klaunzer Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur. Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur.
Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti