Erlent

Ævisaga Blair á leiðinni

Tony Blair.
Tony Blair. MYND/Getty

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands hefur skrifað undir samning við útgáfufyrirtæki sem ætlar að gefa út ævisögu hans. Ekki er gert ráð fyrir að bókin komi út fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Heimildir úr vinahópi Blairs herma að bókin verði opinská án þess að trúnaður verði brotinn. Talið er að samningurinn gefi Blair um fimm milljónir punda, eða rúmar sex hundruð milljónir króna í aðra hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×