Erlent

Heimilið brann til kaldra kola

Íslensk kona sem missti heimilið sitt í skógareldunum í Kaliforníu ætlar sér að flytja alfarið í burtu af svæðinu. Aðeins þrjár klukkstundir liðu frá því hún þurfti að yfirgefa húsið þangað til það var brunnið til kaldra kola.

Lísa Sachs segir það hafa verið mjög erfitt að horfa upp á heimili sitt brenna. Hún segist ekki treysta sér til að byggja heimilið upp aftur á sama stað. Vill hún frekar flytja burtu til svæða þar sem minni hætta er á skógareldum.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×