Erlent

London og Berlín hægustu borgir Evrópu

Umferðarteppa í Berlín.
Umferðarteppa í Berlín. MYND/Eirik

London er hægasta borg Evrópu miðað við umferðarhraða samkvæmt nýlegri rannsókn. Meðalhraði í London mældist rétt 19 kílómetrar á klukkustund. Berlín er í næst neðsta sæti en þar mældist meðalhraðinn 24 kílómetrar á klukkstund.

Rannsóknin var unnin af breska umferðareftirlitinu í sumar og tók til 30 stórborga í Evrópu. Mældur var meðalhraði bifreiða, lesta og strætisvagna. Hamborg þótti hraðasta borgin samkvæmt rannsókninni en þar mældist meðalhraðinn 84 kílómetrar á klukkustund.

Þá lenti Róm í sjötti neðsta sæti með meðalhraða upp á 30 kílómetra á klukkstund. París var í níunda neðsta sæti með 32 kílómetra meðalhraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×