Erlent

Móðirin fannst látin

Lögregla í grennd við staðinn þar sem konan fannst.
Lögregla í grennd við staðinn þar sem konan fannst. MYND/AP

Breska móðirinn sem hvarf í kjölfar þess að dóttir hennar féll fram af svölum á hóteli í Mæjorka á mánudag er líklegast látin. Búist er við því að spænsk lögregluyfirvöld staðfesti í dag að kona sem fannst látin í helli í gærkvöld sé í raun móðirin.

Beðið er eftir því að eiginmaður hennar staðfesti að um hina 45 ára gömlu móður sé í raun að ræða. Ekkert hafði spurst til konunnar eftir að dóttirinn fannst illa haldin eftir 10 metra fall niður á steypt þak. Stúlkan, sem er sjö ára gömul er illa slösuð, en er ekki talin í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×