Erlent

Eldri borgarar vopnaðir handsprengjum

Danskir eldri borgarar eru við öllu búnir.
Danskir eldri borgarar eru við öllu búnir.

Danir geyma fleiri tonn af sprengjum og sprengiefnum í kjöllurum sínum og háaloftum. Þetta segir yfirmaður sprengjusveitar Danska hersins. Sprengjurnar eru flestar frá tímum seinna stríðs.

Yfirmaðurinn segir ótrúlegt hve margar sprengjur herinn finnur í viku hverri og þá er ekki óalgengt að handsprengjur og skotfæri dúkki upp á uppboðum dánarbúa.

Talið er að fyrrum andspyrnumenn gegn þýska hernámsliðinu hafi ekki viljað losa sig við tundrin ef ske kynni að þriðja heimstyjöldin skylli á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×