Erlent

Hundruð óeirðarseggja í palestínsku fangelsi

Hluti af vistarverum fanganna brann til kaldra kola. Mynd/ AFP.
Hluti af vistarverum fanganna brann til kaldra kola. Mynd/ AFP.
Hundruð palestínskra fanga gerðu aðsúg að ísraelskum fangavörðum í Negev eyðimörkinni í suðurhluta Israel. Fimmtán Palestínumenn og 15 fangaverðir særðust í átökunum að sögn ísraelskra yfivalda.

Haft er eftir ísraelskum yfirvöldum að átökin hafi byrjað þegar reglubundin leit var gerð á föngum en talsmenn palestínumanna segja að um óeðlilegar aðgerðir af hálfu fangelsisins hafi verið að ræða. Yfir tvö þúsund fangar eru vistaðir í Ketziot fangelsinu. Á tímabili logaði eldur í vistarverum fanganna á meðan þeir börðust við fangaverði.

Palestínsk yfirvöld telja að tala særðra sé mun hærri en sú sem ísraelsk yfirvöld hafa viðurkennt og að 10 af þeim særðu hafi þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×