Ísland niðurlægt á Laugardalsvelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 13. október 2007 15:54 Maris Verpakovskis og Girts Karlsons fagna þriðja marki Letta í leiknum. Eyjólfur Sverrisson stendur álengdar. Mynd/Pjetur Ísland - Lettland 2-41-0 Eiður Smári Guðjohnsen (4). 1-1 Oskars Klava (27.) 1-2 Jurijs Laizans (31.) 1-3 Maris Verpakovskis (37.) 1-4 Maris Verpakovskis (46.) 2-4 Eiður Smári Guðjohnsen (53.) Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 14-16 (7-7) Varin skot: Árni Gautur 2 - Vanins 5 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-15 Rangstöður: 2-0 Áminningar: Lettland: Verpakovskis (22.) Ísland: Kristján Örn (51.), Brynjar Björn (86.) Skiptingar: Ísland: Grétar Rafn út - Kári Árnason inn (25.) Lettland: Karlsons út - Vits Rimkus inn (60.) Ísland: Gunnar Heiðar út - Helgi Sigurðsson inn (65.) Lettland: Verpakovskis út - Marians Pahars inn (78.) Ísland: Kristján Örn út - Ármann Smári Björnsson inn (88.) Lettland: Visnakovs út - Jurijs Ziagajevs inn (90.) 17.55 Leik lokið Íslenska landsliðið er niðurlægt á eigin heimavelli. Úrslitin koma sem mikið reiðarslag fyrir liðið sem átti tvo góða leiki í síðasta mánuði. Lettar hafa alls skorað níu mörk í keppninni, átta gegn Íslandi en níunda markið var sjálfsmark andstæðingsins. Óhætt er að segja að enginn leikmaður íslenska landsliðsins hafi náð sér á strik. 17.47 Brynjar Björn fær margsinnis skotfæri í sömu sókninni en nær ekki að láta skotið ríða af. Skýtur þess í stað í markvörðinn þegar hann er búinn að klófesta boltann og uppsker gult spjald fyrir. 17.44 Lettar komast nálægt því að skora fimmta markið. Visnakovs á frábæran sprett upp hægri kantinn, leikur á íslenskan varnarmann en skot hans er hárfínt framhjá. Enn sex mínútur eftir af venjulegum leiktíma. 17.33 Eiður Smári á ágætt skot úr aukaspyrnu en ekki mikið meira hefur gerst síðustu mínúturnar. Leikurinn er orðinn frekar lágstemmdur miðað við áður. 17.25 Íslenska liðið reynir að sækja en gengur afar illa. Misheppnaðar sendingar og misskilningur er heldur algengt þessar mínúturnar. Nú er Helgi Sigurðsson kominn inn á og kannski að hann fríski upp á leikinn. 17.16 Lífsmark hjá íslenska liðinu. Jói Kalli á gott skot að marki sem er varið í horn. Hætta skapast aftur við lettneska markið eftir hornið en ekki fer boltinn inn. 17.14 Ísland-Lettland 2-4 Jæja, Eiður klórar í bakkann fyrir Ísland. Hann fékk boltann í teignum, sneri af sér einn mann og skaut laglegu skoti í fjærhornið. Laglegt mark og hans nítjánda landsliðsmark á ferlinum. 17.07 Ísland-Lettland 1-4 Nítján sekúndur. Lettar skora sitt fjórða mark í leiknum þegar nítján sekúndur eru liðnar af síðari hálfleik. Boltinn barst inn á teig, Karlsons vann skallaeinvígi og kom boltanum fyrir Verpakovskis sem náði að koma boltanum í netið. 16.50 Hálfleikur Sorglegum fyrri hálfleik lokið. Ísland byrjaði vel en fylgdi því ekki eftir. Óheppni og lélegur varnarleikur varð til þess að Lettar skoruðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla. Þetta eru þeirra fyrstu mörk á útivelli í allri undankeppninni. Einnig skal tekið fram að sjö af átta mörkum Letta í riðlinum til þessa hafa komið í leikjum gegn Íslandi. Áttunda markið var sjálfsmark andstæðingsins. 16.48 Eitthvað smá lífsmark á íslenska liðinu. Brynjar Björn á gott skot að marki sem markvörður Letta ver í horn. Ekkert kemur úr því. 16.40 Ísland-Lettland 1-3 Jæja, það er bara svona. Verpakovskis fær boltann eftir hornspyrnu, snýr sér í teignum og kemur boltanum í netið. Óheyrilega slakur varnarleikur sem er að verða íslenska landsliðinu að falli. Hrein martröð á Laugardalsvellinum. 16.38 Athyglisverð staðreynd Þessi mörk Letta í dag eru þau fyrstu sem liðið skorar á útivelli í allri undankeppninni. Lettar töpuðu meira að segja fyrir Liechtenstein á útivelli, 1-0. Það er ekki góðs viti fyrir næstu viðureign Íslands, gegn Liechtenstein á útivelli. 16.34 Ísland-Lettland 1-2 Hvað er að gerast? Kristján Örn brýtur á Verpakovkis og Jurijs Laizans skorar úr aukaspyrnunni. Skotið kom yfir vegginn og í nærhornið frá vinstri vítateigshorninu. Árni Gautur átti að gera betur þarna. Þetta var fyrsta mark Laizans með landsliði Lettlands í hans 86. leik. 16.30 Ísland-Lettland 1-1 Þvílíkur varnarleikur! Oskars Klava jafnar metin fyrir Letta með skalla eftir hornspyrnu. Hann fékk að standa á besta stað í teignum án þess að nokkur íslenskur leikmaður sinnti honum. Ótrúlega klaufalegt. Sanngjarnt þó því Lettarnir hafa bitið frá sér eftir íslenska markið. 16.27 Jóhannes Karl á gott skot úr aukaspyrnu sem markvörður Letta ver í horn. Úr því á Kristján Örn hættulegan skalla að marki en framhjá. 16.26 Skipting Grétar Rafn þarf að fara af velli vegna meiðsla. Kaspars Gorkss tæklaði Grétar með þeim afleiðingum að Grétar varð draghaltur. 16.17 Úff! Þvílíkt dauðafæri! Lettar eiga góða sókn og Visnakovs fær boltann í teignum og er einn gegn Árna Gauti. Hann ver vel frá honum en boltinn berst fyrir fætur Verpakovkis sem er með autt markið fyrir framan sig. Á einhvern ótrúlegan hátt nær maðurinn að setja boltann í stöng og út af. 16.16 Maris Verpakovkis, hættiulegasti maður Letta, á eitraðan skalla að marki sem Árni Gautur ver vel í horn. Það er greinilegt að Lettarnir hafa ekki látið mark Íslands slá sig út af laginu. 16.08 Markametið slegið! Þetta var átjánda mark Eiðs Smára með landsliðinu og er hann nú orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. 16.07 Ísland-Lettland 1-0 Ísland á glæsilega sókn sem skilar sér í marki! Emil á góðan sprett upp miðjuna, gefur á Hjálmar sem kemur hlaupandi upp vinstri kantinn. Hann leggur hann fyrir Eið Smára sem skorar örugglega af stuttu færi. 16.05 Leikurinn hafinn og Lettar ná skoti í sinni fyrstu sókn. Þar var þó engin hætta á ferð. Íslenska liðið virðist mæta ágætlega stemmt til leiks. 15.55 Velkomin til leiks hér á Vísi. Athyglisverður landsleikur framundan við Lettland í undankeppni EM 2008. Hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina en hvert stig og hvert mark skiptir máli, ekki síst upp á stoltið. Byrjunarliðin í dag: Ísland (4-4-2): Árni Gautur Arason; Kristján Örn Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson; Grétar Rafn Steinsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Emil Hallfreðsson; Eiður Smári Guðjohnsen, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Lettland: Andris Vanins; Vitalis Astafjevs, Dzintars Zirnis, Jurijs Laizans, Deniss Ivanovs, Maris Verpakovskis, Kaspars Gorkss, Genadijs Solonicins, Aleksejs Visnakovs, Oskars Klava, Girts Karlsons. Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Ísland - Lettland 2-41-0 Eiður Smári Guðjohnsen (4). 1-1 Oskars Klava (27.) 1-2 Jurijs Laizans (31.) 1-3 Maris Verpakovskis (37.) 1-4 Maris Verpakovskis (46.) 2-4 Eiður Smári Guðjohnsen (53.) Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 14-16 (7-7) Varin skot: Árni Gautur 2 - Vanins 5 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-15 Rangstöður: 2-0 Áminningar: Lettland: Verpakovskis (22.) Ísland: Kristján Örn (51.), Brynjar Björn (86.) Skiptingar: Ísland: Grétar Rafn út - Kári Árnason inn (25.) Lettland: Karlsons út - Vits Rimkus inn (60.) Ísland: Gunnar Heiðar út - Helgi Sigurðsson inn (65.) Lettland: Verpakovskis út - Marians Pahars inn (78.) Ísland: Kristján Örn út - Ármann Smári Björnsson inn (88.) Lettland: Visnakovs út - Jurijs Ziagajevs inn (90.) 17.55 Leik lokið Íslenska landsliðið er niðurlægt á eigin heimavelli. Úrslitin koma sem mikið reiðarslag fyrir liðið sem átti tvo góða leiki í síðasta mánuði. Lettar hafa alls skorað níu mörk í keppninni, átta gegn Íslandi en níunda markið var sjálfsmark andstæðingsins. Óhætt er að segja að enginn leikmaður íslenska landsliðsins hafi náð sér á strik. 17.47 Brynjar Björn fær margsinnis skotfæri í sömu sókninni en nær ekki að láta skotið ríða af. Skýtur þess í stað í markvörðinn þegar hann er búinn að klófesta boltann og uppsker gult spjald fyrir. 17.44 Lettar komast nálægt því að skora fimmta markið. Visnakovs á frábæran sprett upp hægri kantinn, leikur á íslenskan varnarmann en skot hans er hárfínt framhjá. Enn sex mínútur eftir af venjulegum leiktíma. 17.33 Eiður Smári á ágætt skot úr aukaspyrnu en ekki mikið meira hefur gerst síðustu mínúturnar. Leikurinn er orðinn frekar lágstemmdur miðað við áður. 17.25 Íslenska liðið reynir að sækja en gengur afar illa. Misheppnaðar sendingar og misskilningur er heldur algengt þessar mínúturnar. Nú er Helgi Sigurðsson kominn inn á og kannski að hann fríski upp á leikinn. 17.16 Lífsmark hjá íslenska liðinu. Jói Kalli á gott skot að marki sem er varið í horn. Hætta skapast aftur við lettneska markið eftir hornið en ekki fer boltinn inn. 17.14 Ísland-Lettland 2-4 Jæja, Eiður klórar í bakkann fyrir Ísland. Hann fékk boltann í teignum, sneri af sér einn mann og skaut laglegu skoti í fjærhornið. Laglegt mark og hans nítjánda landsliðsmark á ferlinum. 17.07 Ísland-Lettland 1-4 Nítján sekúndur. Lettar skora sitt fjórða mark í leiknum þegar nítján sekúndur eru liðnar af síðari hálfleik. Boltinn barst inn á teig, Karlsons vann skallaeinvígi og kom boltanum fyrir Verpakovskis sem náði að koma boltanum í netið. 16.50 Hálfleikur Sorglegum fyrri hálfleik lokið. Ísland byrjaði vel en fylgdi því ekki eftir. Óheppni og lélegur varnarleikur varð til þess að Lettar skoruðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla. Þetta eru þeirra fyrstu mörk á útivelli í allri undankeppninni. Einnig skal tekið fram að sjö af átta mörkum Letta í riðlinum til þessa hafa komið í leikjum gegn Íslandi. Áttunda markið var sjálfsmark andstæðingsins. 16.48 Eitthvað smá lífsmark á íslenska liðinu. Brynjar Björn á gott skot að marki sem markvörður Letta ver í horn. Ekkert kemur úr því. 16.40 Ísland-Lettland 1-3 Jæja, það er bara svona. Verpakovskis fær boltann eftir hornspyrnu, snýr sér í teignum og kemur boltanum í netið. Óheyrilega slakur varnarleikur sem er að verða íslenska landsliðinu að falli. Hrein martröð á Laugardalsvellinum. 16.38 Athyglisverð staðreynd Þessi mörk Letta í dag eru þau fyrstu sem liðið skorar á útivelli í allri undankeppninni. Lettar töpuðu meira að segja fyrir Liechtenstein á útivelli, 1-0. Það er ekki góðs viti fyrir næstu viðureign Íslands, gegn Liechtenstein á útivelli. 16.34 Ísland-Lettland 1-2 Hvað er að gerast? Kristján Örn brýtur á Verpakovkis og Jurijs Laizans skorar úr aukaspyrnunni. Skotið kom yfir vegginn og í nærhornið frá vinstri vítateigshorninu. Árni Gautur átti að gera betur þarna. Þetta var fyrsta mark Laizans með landsliði Lettlands í hans 86. leik. 16.30 Ísland-Lettland 1-1 Þvílíkur varnarleikur! Oskars Klava jafnar metin fyrir Letta með skalla eftir hornspyrnu. Hann fékk að standa á besta stað í teignum án þess að nokkur íslenskur leikmaður sinnti honum. Ótrúlega klaufalegt. Sanngjarnt þó því Lettarnir hafa bitið frá sér eftir íslenska markið. 16.27 Jóhannes Karl á gott skot úr aukaspyrnu sem markvörður Letta ver í horn. Úr því á Kristján Örn hættulegan skalla að marki en framhjá. 16.26 Skipting Grétar Rafn þarf að fara af velli vegna meiðsla. Kaspars Gorkss tæklaði Grétar með þeim afleiðingum að Grétar varð draghaltur. 16.17 Úff! Þvílíkt dauðafæri! Lettar eiga góða sókn og Visnakovs fær boltann í teignum og er einn gegn Árna Gauti. Hann ver vel frá honum en boltinn berst fyrir fætur Verpakovkis sem er með autt markið fyrir framan sig. Á einhvern ótrúlegan hátt nær maðurinn að setja boltann í stöng og út af. 16.16 Maris Verpakovkis, hættiulegasti maður Letta, á eitraðan skalla að marki sem Árni Gautur ver vel í horn. Það er greinilegt að Lettarnir hafa ekki látið mark Íslands slá sig út af laginu. 16.08 Markametið slegið! Þetta var átjánda mark Eiðs Smára með landsliðinu og er hann nú orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. 16.07 Ísland-Lettland 1-0 Ísland á glæsilega sókn sem skilar sér í marki! Emil á góðan sprett upp miðjuna, gefur á Hjálmar sem kemur hlaupandi upp vinstri kantinn. Hann leggur hann fyrir Eið Smára sem skorar örugglega af stuttu færi. 16.05 Leikurinn hafinn og Lettar ná skoti í sinni fyrstu sókn. Þar var þó engin hætta á ferð. Íslenska liðið virðist mæta ágætlega stemmt til leiks. 15.55 Velkomin til leiks hér á Vísi. Athyglisverður landsleikur framundan við Lettland í undankeppni EM 2008. Hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina en hvert stig og hvert mark skiptir máli, ekki síst upp á stoltið. Byrjunarliðin í dag: Ísland (4-4-2): Árni Gautur Arason; Kristján Örn Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson; Grétar Rafn Steinsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Emil Hallfreðsson; Eiður Smári Guðjohnsen, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Lettland: Andris Vanins; Vitalis Astafjevs, Dzintars Zirnis, Jurijs Laizans, Deniss Ivanovs, Maris Verpakovskis, Kaspars Gorkss, Genadijs Solonicins, Aleksejs Visnakovs, Oskars Klava, Girts Karlsons.
Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira