Erlent

Búrma - Mótmælandi deyr í fangelsi

MYND/AP
Maður sem barðist fyrir lýðræði í Búrma og var handtekinn í mótmælum í síðasta mánuði lést við yfirheyrslur. Alþjóða mannréttindasamtök pólitískra fanga í Taílandi greindu frá því að maðurinn hefði látist af völdum pyntinga. Dauði hans vekur ugg um öryggi fjölda fanga í Búrma. Win Shwe var handtekinn 26. september nálægt Mandalay þegar herstjórnin hóf að brjóta mótmælin á bak aftur. Hann var meðlimur í lýðræðisflokk landsins. Lík mannsins var ekki sent til fjölskyldu hans heldur var það brennt. Fréttavefur BBC greinir frá því að aðstandandi mannsins hafi staðfest þetta og að embættismenn sem greindu fjölskyldunni frá andlátinu hafi sagt að Shwe hafi verið hjartveikur. Hvíta húsið hefur krafist rannsóknar á dauða mannsins og fordæmt grimmdarverk herstjórnarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×