Erlent

Malasía eignast geimfara

Malasía er nú komin í hóp þjóða sem eiga geimfara. Um borð í Soyuz eldflaug sem farin er af stað út í geiminn frá Baikonur í Kazakhstan er sheikinn Muszaphar Shukor frá Malasíu ásamt tveimur öðrum geimförum.

Soyuz er á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS og um borð er fyrsta konan sem tekið hefur við stjórn ISS en það er hin bandaríska Peggy Whitson.

Það fylgir sögunni að forráðamenn ISS leyfðu Peggy að taka svipu með sér ef svo færi að hún ætti í vandræðum með að hafa stjórn á mannskapnum um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×