Erlent

Víxluðust eftir fæðingu

Foreldrar tveggja tíu mánaða stúlkna búa sig nú undir að skipta á stúlkunum eftir að í ljós kom að þær víxluðust strax eftir fæðingu.

Þær Nikola og Veronika fæddust 9. desember á síðasta ári í Trebic í Tékklandi. Þegar foreldrar þeirra héldu heim á leið með stúlkurnar nokkrum dögum síðar óraði þeim ekki fyrir því að eftir aðeins um tíu mánuðum síðar myndi koma í ljós að stúlkurnar hefðu víxlast á spítalanum og farið heim með röngum foreldrum.

Upp komst um málið eftir að faðir annarrar stúlkunnar gafst upp á aðdróttunum um að stúlkan gæti ekki verið dóttir hans þar sem hún væri ekkert lík honum og fór í DNA-próf. Eftir að bæði hann og kærstan hans tóku slík próf kom í ljós að hvorugt þeirra eru líffræðilegir foreldrar stúlkunnar

Þau höfðu samband við spítalann sem aðstoðaði þau við að finna líffræðilegu dóttur sína. Stjórnendur spítalans telja að stúlkurnar hafi víxlast þegar verið var að vigta þær strax eftir fæðingu.

Foreldrar beggja stúlknanna ætla nú að eyða tíma saman til að kynnast stúlkunum og að einhverjum tíma liðnum að skipta á þeim þannig að báðar verði með líffræðilegum foreldrum sínum. Þau segja ljóst að erfitt verður að láta frá sér stúlkurnar sem þau hafa alið upp síðastliðið ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×