Erlent

Evrópa berst gegn dauðarefsingum

Iranian Majid Kavousifar kveður ættingja sína stuttu áður en hann er hengdur fyrir framan almenning í miðborg Teheran í ágúst síðastliðinn.
Iranian Majid Kavousifar kveður ættingja sína stuttu áður en hann er hengdur fyrir framan almenning í miðborg Teheran í ágúst síðastliðinn. MYND/AFP

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn dauðarefsingum og fyrsti sérstaki dagurinn í Evrópu gegn dauðarefsingum. Evrópuráðið skipulagði daginn ásamt mannréttindasamtökum eftir tilraun Pólverja til að hindra áformin með því að beita neitunarvaldi. Pólverjar vilja að sambandið fordæmi einnig fóstureyðingar og líknardráp.

Dauðarefsingar eru bannaðar í Evrópusambandinu, en á síðasta ári fór forseti Póllands fram á þeim yrði komið aftur á. Pólland, Írland og Malta eru einu löndin innan Evrópusambandsins sem banna fóstureyðingar.

Á síðasta ári voru meira en 3.800 manns voru dæmdir til dauða í 55 löndum samkvæmt upplýsingum Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×