Erlent

Barnaþrælkun á Indlandi þrátt fyrir bann

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Starfsmaður félagsmálayfirvalda sýnir fréttamönnum áverka á sjö ára gamals drengs. Verkstjóri drengsins í teppaverksmiðju veitti honum áverkana.
Starfsmaður félagsmálayfirvalda sýnir fréttamönnum áverka á sjö ára gamals drengs. Verkstjóri drengsins í teppaverksmiðju veitti honum áverkana. MYND/AFP

Þrátt fyrir að Indversk lög hafi tekið gildi fyrir ári síðan sem banna að börn undir 14 ára starfi við heimilishjálp eða við sölu matvæla, eru milljónir barna enn í vinnu. Þetta er upplýsingar nýrrar skýrslu samtakanna Save the Children.

Í henni kemur fram að börnin verða reglulega fyrir misnotkun af ýmsu tagi. Mörgum sé neitað um mat, þau eru barin, brennd eða misnotuð kynferðislega.

Samkvæmt ágiskunn opinberra aðila vinna meira en 12 milljón börn á Indlandi. Af þeim er áætlað að 200 þúsund vinni sem þjónustufólk á heimilum og í þjónustustörfum ýmiss konar. Á fréttavef BBC segir að óopinberar tölur séu mun hærri, eða 20 milljónir og bannið virðist ekki hafa breytt neinu.

Frá því að lögin tóku gildi fyrir ári hafa einungis 2.229 brot verið tilkynnt til yfirvalda. Hámarks refsing fyrir brot er tveggja ára fangelsisvist og/eða sekt upp að 55 þúsund íslenskum krónum.

Samkvæmt skýrslunni eru 99 prósent barna sem vinna inni á heimilum stúlkur og í mörgum tilfellum verða þær fyrir kynferðislegri misnotkun. Stúlkurnar koma frá fátækum fjölskyldum og eru látnar vinna allt að 15 klukkutíma á dag án þess að fá matarhlé og fá lítið, eða ekkert, greitt fyrir.

Fjöldi foreldra segist neyðast til að senda börn allt niður í fimm ára gömul til að vinna á heimilum eða verksmiðjum vegna mikillar fátæktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×