Erlent

Danskar hjúkrunarkonur æfar út í JBS

Danskar hjúkrunarkonur eru æfar út í nýjustu auglýsingaherferð nærfataframleiðandans JBS og segja að í henni séu hjúkrunarkonur sýndar sem vændiskonur. Hefur stéttarfélag hjúkrunarkvenna nú hvatt almenning í Danmörku til að sniðganga vörur JBS í verslunum.

Um er að ræða auglýsingar um nýja línu í herranærbuxum sem ætlaðar eru aldurshópnum frá 17 til 35 ára. Dorte Steenberg varaformaður Dansk Sygeplejeråd segir að auglýsingin gefi karlmönum í skyn að eðlilegt sé að meðhöndla hjúkrunarkonur sem kynlífsleikföng.

"Þessi auglýsingaherferð far langt yfir strikið í markaðssteningu JBS á vörum sínum," segir Dorte í samtali við blaðið Politiken og hún hvetur forráðamenn JBS að draga hana til baka.

Talskona JBS, Mari Holen, sér hinsvegar ekkert athugavert við auglýsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×