Erlent

Engar upplýsingar um kjarnorkusprengju Írana

Putin og Sarkozy í Moskvu í dag.
Putin og Sarkozy í Moskvu í dag. MYND/AFP

Vladimir Putin forseti Rússlands sagði í dag að engar upplýsingar væru til um að Íranar væru að reyna að smíða kjarnorkusprengju. Hann sagði að Moskva deildi áhyggjum Vesturlanda um kjarnorkuáætlun Írana, hún yrði að vera gegnsæ.

Þetta kom fram eftir fund Putins og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands en þjóðirnar tvær munu hafa náð árangri í sameiginlegri afstöðu á málefnum í Íran. íranar neita ásökunum um að þeir séu að reyna að smíða kjarnorkusprengju og segja kjarnorkuáætlun sína í almennum tilgangi fyrir borgara landsins. Sarkozy hefur þrýst á frekari viðskiptaþvinganir gegn Teheran, en Rússar eru andvígir því.

Á fundinum tókst leiðtogunum einnig að brúa bil vegna mismunandi áherslu á framtíð Kosovo. Rússar eru alfarið á móti sjálfstæði héraðsins frá Serbíu á meðan Frakkar og Vesturlönd styðja sjálfstæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×