Íslenski boltinn

Davíð Þór: Lá grátandi upp í rúmi í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Davíð Þór Rúnarsson í baráttu við Arnar Gunnlaugsson, FH-ing.
Davíð Þór Rúnarsson í baráttu við Arnar Gunnlaugsson, FH-ing. Mynd/Pjetur

Davíð Þór Rúnarsson átti stórleik fyrir Fjölni í dag en það stóð afar tæpt að hann gæti spilað leikinn. Hann fékk nefnilega brjósklos í hálsi.

„Ég var handónýtur í gær. Ég lá grátandi upp í rúmi af því ég gat ekki hreyft mig. En ég þakka Agli hnykklækni á Laugaveginum og nuddaranum mínum í Mecca Spa því þeir komu mér í gang í dag. Ég var svo ánægður í upphituninni að ég nánast grét af gleði þá."

En hann var þó gríðarlega svekktur vegna úrslitanna. „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn svekktur. En við vorum afar taugastrekktir í upphafi leiks og svo stífir að við vorum komnir með krampa í upphafi síðari hálfleiks. Við erum með ungt lið og vorum kannski of spenntir fyrir þennan leik."

Hann segir þó að allt annað hafi verið að sjá til sinna manna þegar stressið minnkaði.

„Um leið og við fórum að spila okkar bolta lentu FH-ingar í bullandi vandræðum."


Tengdar fréttir

Ásmundur: Stoltur af strákunum

„Auðvitað var þetta svekkjandi en ég er virkilega stoltur af strákunum í dag,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.

Ólafur: Þetta er yndislegt

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var í sæluvímu eftir sigurinn í bikarkeppni karla í dag.

FH er bikarmeistari karla

FH-ingar eru bikarmeistarar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í framlengdum leik. Matthías Guðmundsson var hetja FH-inga en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×