Erlent

Fastur í skorstein eftir drykkju á Oktoberfest

Tæplega þrítugur Þjóðverji lenti í því óhappi að sitja fastur í skorstein í 12 tíma eftir að hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því á Oktoberfest sem nú er hafin í Munchen. "Það er kraftaverk að hann slapp með minniháttar skrámur úr þessu óhappi," segir talsmaður lögreglunnar í borginni.

Hinn ölvaði hugðist heimsækja vin sinn og er sá var ekki heima klifraði hann upp á þakið á húsinu við hliðina. Þar sá hann gat á milli húsanna og er hann kannaði það nánar reyndist vera um op á skorstein að ræða. Og þar féll hann með höfuðið á undan niður eina 30 metra og sat svo pikkfastur.

Það vildi hinum ölvaða til happs að næturvörður á nærliggjandi hóteli heyrði neyðarhrópin frá honum 12 tímum síðar og kallaði slökkviliðið til. Slökkviliðið neyddist til að brjóta sér leið inn í skorsteininn gegnum vegginn á húsinu. Maðurinn var svo fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×