Erlent

Hæstiréttur ákveður hvort Musharraf fái að bjóða sig fram

Hæstiréttur Pakistans sker úr um í dag hvort Pervez Musharraf, forseti landsins, geti boðið sig fram til endurkjörs á meðan hann fer enn með yfirstjórn hersins.

Ákvörðun Musharraf um að bjóða sig fram aftur hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnarandstæðingum í Pakistan. Hafa þeir meðal annars hótað því að sniðganga forsetakosningarnar sem eiga að fara fram 15. nóvember næstkomandi. Mushahid Hussain Sayed, meðlimur í stjórnarflokki Pakistans, hefur sagt að Musharraf muni láta af yfirstjórn hersins verði hann endurkjörinn í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×