Erlent

Hvetur til samstöðu gegn loftlagsbreytingum

MYND/AFP

Condoleezza Rice,utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur þjóðir heims til að taka höndum saman í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í máli Rice á ráðstefnu sextán þjóða sem menga mest í heiminum sem haldin var Washington í gær.

Vill Rice að Sameinuðu þjóðirnar hafi yfirumsjón með málinu. Bandaríkjamenn eru á móti öllum bindandi alþjóðasamningum um takmarkanir á útblæstri gróðurhúsaloftegunda og vilja að ríki taki einhliða ákvarðanir um slíkar takmarkanir. Gagnrýnendur segja að þessi stefna Bandaríkjamanna kunni að skaða baráttuna gegn loftlagsbreytinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×