Erlent

Danskir hermenn vilja berjast

MYND/AFP

Danskir hermenn sækjast í síauknum mæli eftir því að verða fluttir til átakasvæða á borð við Afganistan og Íran. Það sem af er þessu ári hefur danski herinn fengið tuttugu og fimm prósent fleiri umsóknir frá ungum hermönnum sem vilja sinna herþjónustu á hættusvæðum.

Yfirmenn hersins segja skýringuna liggja í því að ungu fólki sé umhugað að gera hluti sem skipta máli og leysa erfið verkefni. Tveir danskir hermenn féllu og einn særðist í bardaga í Afganistan á miðvikudaginn. Alls hafa þrettán danskir hermenn látið lífið í átökunum í Afganistan og Írak síðan 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×