Erlent

Óttast að fjöldi manns hafi látið lífið í Búrma

MYND/AFP

Að minnsta kosti níu létu lífið í mótmælunum í Búrma í gærdag samkvæmt herforingjastjórninni þar í landi. Ástandið er afar ótryggt og er óttast að tala látinna sé mun hærri en yfirvöld vilja viðurkenna.

Bandaríkjamenn ákváðu í gær að beita refsiaðgerðum gegn fjórtán meðlimum herforingjastjórnarinnar í Búrma. Hafa öll viðskipti þeirra í Bandaríkjunum verið bönnuð og bankareikningar þeirra frystir.

Önnur ríki hafa einnig lýst yfir andúð sinni á stjórnvöldum Búrma. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti í gær yfir stuðning við mótmæli búddamunkana og þá samþykkti Evrópuþingið ályktun þar sem einnig var lýst yfir stuðningi við lýðræðissinna.

Að minnsta kosti níu hafa látið lífið í mótmælunum þar af einn japanskur fréttaljósmyndari samkvæmt opinberum heimildum. Óttast er að tala látinna sé mun hærri. Á útlagastöinni Lýðræðisrödd Burma var greint frá því í gær að allt hundrað manns hafi látið lífið.

Yfirvöld í Búrma hafa samþykkt að hleypa Ibrahim Gambri sendifulltrúa, Sameinuðu þjóðanna, inn í landið til að fylgjast með ástandinu.

Allt var með kyrrum kjörum í Rangún, höfuðborg landsins, í morgun. Mikill fjöldi lögreglu- og hermanna vaktar helstu staði í borginni og þá hefur verið lokað á allt Netsamband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×