Erlent

Nauðgaði tíu ára gamalli stúlku

MYND/Reuters

Danska lögreglan handtók í morgun karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað tíu ára gamalli stúlku í Sonderborg í gær. Maðurinn nam stúlkuna á brott og nauðgaði henni tvisvar áður en hann lét sig hverfa.

Stúlkan var leið í reiðtíma um klukkan fimm í gær þegar maðurinn kom aðvífandi á skellinöðru. Nam hann stúlkuna á brott og nauðgaði henni á nálægum akri. Eftir það tók hann stúlkuna á annan stað þar sem hann nauðgaði henni að nýju áður en hann hvarf í burtu.

Maðurinn náðist á eftirlitsmyndband á bensínstöð og var handtekinn í kjölfarið. Fram kemur í dönskum fjölmiðlum að maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar í Danmörku þó ekki vegna kynferðisbrots.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×